Reiði af öðrum meiði fyllir hjarta mitt líðan sem ég þekki ekki. Sálin hefur sína flekki en sakleysi mitt er þó sterkara en svo að ég þurfi að þvo þá af. Dýfa sjálfum mér á bólakaf. Gleypa hið blóðlitaða trúarhaf eða ganga við syndamerktan gaddavírsstaf. Er hvorki martýr né trúleysingjaflón. Er hvorki hræsnari né fagurt friðarblóm. Venjulegur maður sem er stundum glaður, graður eða alltof hraður á sér. Reyni að fylla alla gleði í kringum mig hér. En ég veit það þó vel að það þjónar best sjálfum mér að lokum að eiga greiða eða velvild inni hjá hverjum sem er. Veit ekkert hvernig lífið fer. Né hver leynist bak skýjanna her. Sannleikann óttast sem mannkynið flest. Himnaríkið væri best meðan helvíti, vitanlega, verst. Trúi ekki á nokkurn einasta prest. Hvað þá að fjórir hestar með knöpum muni draga með sér pestar sem drepa alla menn? Ég er hérna enn. Þú ert hérna enn. Hvort sem ég lifi eða brenn, mér gæti ekki verið meira sama. Reyni að öðlast frama í lífi sem ég lifi. Reyni að forðast forljót sköss því mín kvinna verður glæsidama. Nýt þess sem ég get. Borða það sem ég ét. Ignora biblíunnar ýldufret því það skilur mig bara eftir með óbragð á tungu. Dreg loftið niður í lungu. Dreg lífið niður í lungu. Allt þetta kemur í ljós fyrir rest. En fjandinn hafi það… ég ætla að njóta þessa áður en ég drepst.

Drottinn gengur við gildan staf
því mannkynið braut báða fæturna af.

Drottinn aldrei við mannkyn sitt yrti
því Nietzche tók hann fyrir löngu og myrti.

Drottinn mun aldrei aftur ganga
því Djöfullinn tók okkur öll til fanga.

Drottinn er þó ekki af bakinu dottinn
samkvæmt trúuðum flónum
sem elta á sér skottin…



2000 ár og við hlustum enn á bullið. Kirkjan malar gullið sem kemur inn frá ríkinu. Ógnar okkur í sífellu með brennandi víti og sýrublönduðu sýkinu sem bíður okkar að handan. Trúaðir þora vart að draga andann, ríða fyrir giftingu eða nefna fjandann með einum eða öðrum hætti. Blótsyrðanotkun vekur upp illskunnar vætti og leiðir til ragnaraka. Þá yrði komið að skuldadögum, uppgjöri saka og þá yrði alls engin leið til baka. Hvern myndi Djöfullinn taka? Hvern myndi Drottinn vor taka? Eða var hann ekki dauður? Hvað þá um Djöfulinn sem eitt sinn var rauður? Blauður og hálfur sauður? Alla vega að neðan líktist hann geit. Eða var það bara Kirkjan sem yfir hann skeit og teiknaði þessar skrípamyndir? Ekki flott að fremja syndir fyrir einhvern sem líkist rollu. Er það nokkuð? Nú er ímynd Jesú orðin frekar rokkuð og sækist eftir Heavy Metal sálum til að forða þeim frá bálum. Kirkjan orðin svöl? Stay in school? Don’t be a fool? Jesus is your dude, heavy cool? The Church is like the Fonz, alway saying “Heeeyyy!”

No fucking waaayyy.



Ímyndarbreyting eða ekki. Sú sál sem ég sé í speglinum og allra best þekki mun aldrei kasta lífinu fyrir róða, fara á hverju kvöldi með fyrirfram ákveðna kóða sem eiga að friða veru sem var aldrei nokkurn tíma til.

Ég ætla að gera það sem ég vil
þrátt fyrir sálarinnar flekki
því himnaríki og helvíti eru…

…ekki.






-pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.