Í sálu minni hefur fræ glatast
engin uppspretta hafin
og ein - líkt og áður
ég dvel.
Nýt hvorki kyrrðarinnar
né léttleikans sem þú færir,
aðeins tómarúm sem bergmálar
innra með mér.

Í fjarlægð, líkt og sorg mín
hafi spilað sóló
innst inni þó aldrei
verið ég.
Óskup erfitt oft að horfa
í spegilmynd sjálfsins
í dag svo breytt -
samt ennþá sama undirspil
sem sársauka
sem kvíða
ég ber…