Bara eitt lítið og nett sem ég samdi einu sinni ;)


-Sprenging-

…bílarnir stansa og ljós stauranna dofna út
…regnið hættir eitt örlítið stundarkorn
…vindurinn hljóðnar
…skýin rofna
…og ég stari…

…hugsanir mínar deyja út og allt verður skýrt
…tár mín þorna upp og munnur minn stöðvast
…hreyfingar mínar hægjast
…mér verður hlýtt
…og ég stari…

…hvert sem ég lít er heimurinn dauður
…hvert sem ég sný er hlýtt og bjart
…sólin sest og himinn litast rauður
…kemur höggið yfir mig hart…

…húsin rifna og göturnar lyftast
…hitinn bræðir hjarta mitt
…blóðið rennur hraðar og ég hleyp
…forða mér undan sprengingunni
…fell niður og næ mér ekki upp
…sný mér við og stari hræddur
…og tek örlögunum…

…eldtungurnar streyma yfir mig
…höggið hristir hausinn minn
…hausverkurinn sprengir mig
…og hitinn flæðir inn…

…allir náðu að flýja
…en ég sit eftir
…allir náðu skjóli
…en ég særist aleinn…

…hún náði tökum á mér
…og ég næ mér aldrei aftur
…ligg aleinn brenndur hér
…þessi dulinn ógnarkraftur
…sem kveikti þetta bál
…sem bræddi mína sál
…hlífin mín sem brást
…er orðin að ösku nú
…þessi kraftur var ást
…og sökudólgurinn varst þú…

-pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.