Týndur

Ég er týndur.
Ég veit samt hvar ég er.
Ég finn bara ekki sjálfan mig,
en þar birtist þú.
Nú veit ég hvar ég er.
Ég lifi í þér.
Meðan þú lifir veit ég hvar ég er.
Ef þú deyrð,týnist ég aftur.

Nú er ég týndur,
því þú ert farin.
Ég ætlaði að fara á undan,
svo ég mundi ekki týnast aftur.
En nú skil ég allt.
Ég er glaður að þú fórst á undan.
Því ef ég hefði farið á undan
hefðir þú týnst.
Það hefði ég ekki viljað.

Fyrst ég er týndur,
finndu mig er ég kem á eftir þér.

Dannatello eða Daníel
“You can go with the flow”