ég stari á sjálfa mig
endurspeglast á vatninu,
ég lít bara ágætlega út
ég er bara falleg.

Krakkarnir segja
að ég sé ljót
og ég sé feit líka
en ég skal verða sæt.

ég fer í líkamsrækt,
losna við spikið
og hætti að borða nammi,
bólurnar hverfa.

ég fer í uppskurð
og læt laga á mér augað,
því krakkarnir segja
að það sé skakt.

ég fer til sjúkraþjálfa
og losa mig við vöðvabólguna
sem hrjáir mig,
því ég held höfðinu hátt.

svo kaupi ég ný föt,
svöt flott föt,
sem sýna grannan magann,
og fæ mér gat í naflan.

Nú er starað á mig á göngunum,
ekki af því ég er ljót né feit,
nei ég er svo sæt að ég er næstum æt,
og núna vilja allir vera vinir mínir.

en ég hrindi þeim burt,
þau eru ekki vinir,
þau eru yfirborðskenndar skræfur.
þau eru fölsk og ill.

ég fer til vina minna,
sæt, mjó og falleg,
og þakka þeim fyrir
að vera vinir í raun.

allt þetta sé ég í vatninu,
því ég er ennþá
feit ljót og með skakkt auga,
en bráðum skal ég sýna þeim
ég ska, vil og ætla að verða 100 snnum betri en þið!

ég stari á sjálfa mig
endurspeglast í vatninu,
ég lít bara ágætlega út,
ég er bara falleg.
cecilie darlin