Þetta er ljóð sem ég gerði fyrir svona 2 árum síðan.

Manneskjan

Eitt sinn var manneskja.
Manneskjan var kvenmaður.
Kvenmaðurinn hét Lilja.
Lilja var ung kona, kannski unglingur.
Lilja átti enga foreldra.
Enga vini, enga fjölskyldu.
En Lilja átti Guð.

Lilja bað um að hún myndi eignast fjölskyldu,
og vini og kannski sætt, lítið húsdýr.
Einn dag vaknaði Lilja með kisu í rúminu.
Hún velti sér og þar var maður.
Þetta var ekki bara einhver maður,
þetta var draumaprins Lilju.
Hún fór fram og sá tvö herbergi.

Hún fór inn í eitt og sá lítinn strák.
Hún fór inn í hitt og sá unglingsstelpu.
Allt í einu hringdi síminn.
Hún svaraði og þetta var kona.
Þetta var Nína, besta vinkona hennar.
Hún átti marga vini.
Hún vissi hvað hafði gerst.
Guð hafði svarað bæninni.

Takk:)