Sæl.

Þannig er það að ég sendi inn þetta ljóð og það er dáldið síðan en ég fyrirgaf
sjálfum mér aldrei fyrir það hvað ég setti það illa upp.
Því vil ég senda það inn aftur betur upp sett en uppsetningu sá Djx um
og vil ég þakka honum fyrir það.
Og núna fylgir með mynd af þeim sem ljóðið er um…

Þú

Að tala við þig er líklegast það eina með viti sem ég geri.
Aðra eins lífsfyllingu hef ég aldrei upplifað,
Bros þitt er sem sólarupprás og lýsir upp myrkustu daga í lífi mínu,
Myndin af þér í huga mínum vermir mér um hjartarætur þegar lífið virðist erfitt og óréttlátt..
Þú ert það eina sem ég lifi fyrir og án þín er ég ekkert

Bros þitt eitt er líkt og óteljandi stjörnur sem skína og lýsa upp tilveru mína.

Hvað er það við þig sem að ég get ekki gleymt..?

Er það hvernig þú segir eitt orð og nærð athygli minni strax?
Eða er það andlit þitt sem að getur ekki verið af þessum heimi heldur er eitthvað himneskt við það?
Er það hvernig þú nærð á óteljandi vegu að snerta hjarta mitt?
Eða er ég bara ástfanginn..?