Svíf heim í raunveruleikann á dúnmjúku skýi
til að vakna í skammdegi,
þunnur að vanda.

Kreysti sængina og sver að ég muni
ekki snerta við flöskunni,
nokkurn tímann aftur.

Reisi mig upp úr rekkjunni og píri augun
til að finna að síminn er dauður,
og ég meik'ekki upp.

Farinn að sofa.

Þá átta ég mig á því að ég lofaði að kíkja
í heimsókn til hinna og þessa,
en þó sérlega til þín.

En það er skammdegi og ég er þunnur
og ég meika ekki út að vanda,
ég kem bara á morgun.
Hvað er þetta Undirskrift pósta?