Ég samdi þetta fyrir nokkuð löngu síðan og lét það hérna inn þá. Málið var bara það að þá voru látin inn 20 ljóð í einu og mitt lenti einhvers staðar úti í rassgati!!! Mér finnst þetta ljóð bara svona lala, en þar sem ég er með ritstíflu, þá verður maður að grafa sig í gegnum gamlar minningar.
Allavega… enjoy ;) (P.S…. lífið ER yndislegt ;))


-Blóðneistar tendra öll bál-

Í kulda næturinnar kveiki ég í mínu hjarta
kuldalegt brosið á andliti þínu er ei blítt
snjórinn fellur, nóttin byrjar, brennur bálið bjarta
bleikur reykur stígur, ég vona að þér sé hlýtt.

Snjórinn fellur og fellur, eldinn hann kæfir
finn ég að halda þarf við honum, annars hann deyr
með augnatilliti til mín, þú eldinn brátt glæðir
meðan ég ríf af mér sálu mína, og horfi á þig meyr.

Eldiviðurinn klárast brátt, ég get ei hlýjað þér
í augum þínum skynja ég vonbrigði, sál þína reiða
engin leið er til að halda áfram, ekkert að hafa frá mér
ertu hissa á því að ég finn bara þunglyndi, leiða?

Þú ferð frá, segir að þér hafi aldrei verið hlýtt
fellur dimman á augu mín og ég reiðist þér brátt
í áflogum okkar skynja ég ennþá ást, hjarta þitt blítt
en hún er aðeins mín megin, ég missi allan mátt.

Mánuðir seinna, ennþá finn ég skugga ástarinnar éta mig
sárin gróa jafnóðum en ég finn bitin sárt skera skinnið
einmana, vinirnir pína mig, þú hefur alveg jafnað þig
þá ligg ég hérna, sker mig að innan, vildi að ég missti minnið.

Sný mér að Guði með steittan hnefa, ég hata þann anda
svo helvíti getur tekið á móti mér, mér alveg sama hvar ég lendi
synd mín verður sjálfsmorð mitt, ég ætla sjálfum mér að granda
en það breytir engu, engin sál, ekkert hjarta eftir sem ég brenndi.

Guð hjálpar öllum, en gerir ei það eina sem ég sárast vil
sú ósk er að hann dragi mig upp úr þessu botnlausa dýpi
honum er sama þó ég liggi á botni þess, gráti og hnýpi
því í augum hans er ég ekki til,
í augum hans er ég aðeins horfin mynd,
týnd að eilífu, týnd að eilífu í skúffuhorni
vakna þar upp á hverjum fjandans morgni
ekki til, ekki á lífi, sjálfsmorð mitt er ekki synd.

Því segi ég bless við þig og ég vona að þú finnir nýtt bál
þögull um alla eilífð ligg ég í holu, hjá öðrum líkkistum
stari tómur, leiður, reiður, dauður, alltaf á horfna mína sál
sem lekur niður á mig, askan hylur mig, askan sem við misstum.

Af moldu er ég kominn
að ösku skal ég aftur verða.
Askan hylur mig, askan hylur mig
minningin um þig mun aldrei hverfa.

-pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.