Ég er bara lítið blóm,
sem dafnar við nærgætni
kærleika og ást.
Og ef ég er ekki vökvuð
á hverjum degi,
dey ég og visna.

ég er bara lítið dýr
sem dafnar við gleði,
hamingju og leik,
og ef ég er læst inn í búri,
og fæ ekki að leika mér,
dey ég að lokum úr sorg.

ég er bara lítið barn,
sem dafnar við unað
skemmtun og hlátur,
en ef enginn hlær,
og allir gráta,
græt ég þar til ég dey.

við erum öll mismunandi,
en þurfum öll það sama,
kærleika gleði og hlátur,
því ef það vantar,
í heiminn sem við búum í,
hvar erum við þá?
Hvað verðum við þá?
cecilie darlin