Hægt lokar hún augunum,
vill ekki sjá,
vill ekki sjá þennann hryllinng,
sem fyrir augu hennar ber.
Hún vill ekki horfa,
sjá þessa hörmung,
en kemst samt ekki hjá því að sjá.

hún sér lík í fjöldagröfum,
hún sér konur með tárin,
föst í augunum því þær trúa ekki,
að þetta hafi gerst fyrir þær,
þeir þjónuðu sínum guði,
og tilbáðu hann líka,
en sýndi hann mönnunum miskun?

Hún missti trúnna þennan dag
daginn í Afganistan,
þar sem konur ganga um eins og draugar,
sést ekki í einn part af líkama þeirra,
þær meiga ekki vinna og meiga ekki tala,
nú, þegar mennirnir þeirra eru dauðir,
þurfa þær að betla á götum úti.

Hún missti trúnna út af því,
að annað hvort er guð ekki til,
eða hann er grimmur og miskunnarlaus,
og ekkert skárri en við mennirnir,
því ef ´guð er góður og fagur,
og vill okkur mönnunum vel,
hvers vegna leyfir hann þessu að gerast?

Þrjár litlar stúlkur sitja og gráta,
gráta og fela andlit sín,
undir bölvaðri blæjunni,
móðir þeirra var drepinn,
pabbi settur í fangesi,
þær voru lamdar og þeim nauðgað,
þær hafa grátið í 4 vikur.

Guð er ekki til,
guð er tálmynd,
kannski er hann dauður,
en ég efast um að hann
hafi nokkurn tínann verið til,
nema í hugarheimi,
annars væri það grimmur guð sem við trúum á.

Stríð, geysa alls staðar,
og alltaf er það sá sterkari,
sem tekur í burtu,
og ´s veikari sem missir,
eitthvað dýrmætt og fagurt,
sá sterkari lifir af og dafnar,
á meðan þeir veikari grotna niður.
cecilie darlin