-Næstur til máls tekur 3. þingmaður Suðvesturkjördæmis, Lýður Lýðsson.

-Virðulegi forseti. Ég get tekið undir niðurlagsorð hæstv. forsætisráðherra en ég óskaði eftir andsvari vegna þess að mig langar að vita. Eins og hinn almenni borgari veit munaði ekki miklu að illa færi í síðustu viku. – Þá er ég að sjálfsögðu að tala um hann Magna í Rokkstar Súbernóva. Hann þarf á stuðningi okkar að halda því annars mun hann ekki vera með í næstu viku. – Það sem mig langaði að vita og hæstv. forsætisráðherra firrti sér ákvörðunarrétti var hvort ríkisstjórnin myndi vaka í nótt til að gefa Magna þau atkvæði sem hann þarf til að komast áfram. – Þið getið talið víst að við í stjórnarandstöðunni munum svo sannarlega vaka, og ekki nóg með það heldur mun Magni fá mörg hundruð [forseti hringir bjöllunni] atkvæði frá okkur og ég hvet ríkisstjórnina til að gera slíkt hið sama.