Mínir englar

Einn í myrkri, sjálfseyðingarkvötin tekur við
Vítisenglar hafa komið til að leggja henni lið
Einn í horni, með tár á kinn
Mun ég gefa mig í þetta sinn
Leitast eftir meiru en ekkert finn
Opnast nýjar hliðar sem ég sá ekki fyrr
Ærslafull sál sem getur ekki verið kyrr
Ég óttast um mitt eigið líf
Brátt með vítisenglum ég svíf
Einmanna hugur rákar um minn veg
Á visnum grunni, hjá minni ást er ég
Ást sem var horfin en er nú hér
Hvernig er hægt að forðast það sem alltaf sér
Ég held ég muni sitja áfram hér með þér

Móðurást

Tárin streyma niður margbrotnar kinnar
á litlu stelpunni sem saknar mömmu sinnar
ofbeldisfullur faðir sem hendur á hana lagði
hún var sár, en ekkert sagði
lét hann brjóta tilfinningar sínar eins og ekkert væri
ef hún myndi verja sig, hvernig ætli það færi

Stelpan er áhyggjufull og leitar skjóls yfir nætur
hún gengur eftir ganginum dimma og grætur
hún vill vera hugguð af móður sinni
og að barsmíðum föðursins linni
en sársaukinn verður ávallt í hennar minni

Hvernig er hægt að særa ungt hjarta svo mikið
það er skilið það eftir götótt og svikið
er það sanngjarnt að á meðan fólk er með heima við
með alla sem þau elska sér við hlið
meðan saklaust barn gengur í kuldanum og biður um grið

Hvenær er svarað hennar bænum
hvenær fær hún að vera með vinum vænum
innan um fólk sem elskar hana af öllum mætti
og hversu gott henni það þætti
vera metin eins og hún er
jafningi allra hér.

Er með 146 stk á ljod.is :p