Hvítur boltinn klifrar upp á bláan himininn
smækkar, smækkar og smækkar.
Skyndilega tekur boltinn sveig,
fellur, fellur og fellur,
lendir að lokum á grænni brautinni
þar sem ég hafði ætlað honum.