Ég syrgi ekki lengur ljúfan mín,
langar nætur eru að baki
Sorgir okkar eru svartari en svo
að svefninn við okkur taki.

Ég lá svo margar langar nætur
og leyfði tárunum að renna.
Ég horfði blindur í hjarta mitt
og hlustaði á það brenna.

Ég óttaðist einsemdina
og örlög þín.
Mér ljáðist að leiða þig hingað
ljúfan mín.

Enn ég hugsa oft til þín
aldrei gróa að fullu sárin.
Enda áttu ennþá hjá mér
ófá sorgar tárin.
Gríptu karfann!