Nýji vinurinn minn Ég horfi aðdáunaraugum á litla barinn minn
á vínið og bjórinn sem ég raðaði á steininn
steininn við hliðina á kirkjunni.
Sólin er hálf, sjórinn er að gleypa hana
hvað myndi guð segja við mig nákvæmlega núna?
Ég færi mig nær flöskunum
horfi tilhlökkunar augum á nýja vin minn
hann Herra Morgan
Ég er viss um að guð myndi sökkva niður á sama stig þunglyndis
og ég er á, ef hann myndi hanga með mér.

Sjórinn er alveg búinn að gleypa eldhnöttinn sem hann var að gæða sér á
og ég er horfinn inn í myrkrið,
með þessum nýja vini mínum.