Komið þið sæl öllsömul…
Mig langaði til að setja eitt ljóð hér inn sem að ég lét reyndar flakka hér fyrir nokkrum mánuðum síðan en ég var ekki nógu ánægð með hvað það fékk litla gagnrýni svo að ég ætla að tjékka núna hvort að þið séuð tilbúin til þess að segja mér hvað ykkur finnst um ljóðið, njótið ;)

Ástin er ljúf.

Það kom til mín engill í nótt.
Í draumi mínum svo blítt og svo rótt.
Hann sagðist hafa fregnir að færa mér,
þessar fregnir voru frá þér.
Engillinn sagði að þú hafir beðið sig,
þrjú lítil orð að segja við mig.
Himnesk raddböndin engillinn þandi
er ástarjátning af vörum hans rann:
Ég elska þig og þér ég ann.
Niður vanga mér hamingjutár rann
er litla hjarta mitt úr ást brann.
Segðu ástinni minni til baka
að ég elski hann!
Ég er ég og þú ert þú svo ekki halda að þú þekkir mig!