Eitt ljóð eftir mig sjálfan.

Í morgunroða leit þig augum
lífsins gleði fann á ný
Mitt andlit ásett svörtum baugum
svipinn sótti' í dauðans kví

Hjá Hel ey lengur drýp á dyr
í von um vist og veru
Þú hélst mér fast og faðmaðir
í fangi sterku' og sveru

Nú sæl ég lít til himins hátt
heitt til lífsins hlakka
Mín sál er loks með sanni sátt
Sú sátt er þér að þakka

…… ég elska þig