Rythmi hjartans, rythmi hugans,
rythmi lífsins, ástarbrunans.

Vængbrotnir englar ástarinnar
er þjást af hlýhugaskorti,
í eldgosi tilfinninga minna
þetta ég orti.
Get ekki gleymt, get ekki grafið
í þessari persónu þið mig hafið.
Sjóðheitt yfirborðið,
skjálfandi undir niðri.
Á öxlum mér ber ég mikla byrgði,
byrgði sem ég ein veit.
Á örskotsstundu á þig ég leit.
Innantómt bergmálið í hjarta mínu,
í lífinu ég geng með stóra grímu.
Listaverk líkama og huga,
allir mig reyna að buga.
Fráhrindandi persónuleikar nútímans
svikular manneskjur, detta í trance,
detta í dans samhljómra sála,
hugsunum mínum vil ég kála.
holdið er hrjúft, sárið djúpt.
Í hjarta mitt skarstu, fyrir mér varstu,
framtíðar vinur, hvað sem á dynur
mér þykir svo vænt um þig
þú hugsar svo vel um mig.
Hlýleiki um æðar mér rennur,
ástarbruninn nú út brennur.
Ég er ég og þú ert þú svo ekki halda að þú þekkir mig!