Fyndinn hlutur ástin…

Lætur manni líða vel,
en illa á sömu stundu,
maður man eftir fyrstu ástinni,
og fyrst þegar veggirnir hrundu.

Þetta er alt svo flókið og snúið,
Ruglandi, og bogið,
Stundum er allt búið,
Stundum getur maður flogið.

Engin formúla útskýrir hana,
En samt kaupir fólk bækur, vídjó, blöð,
Vonandi til að læra hvað snýr upp og hvað snýr niður,
Kannski vonandi að læra allt í reglu eða réttri röð.

En ekkert getur ústkýrt ástina,
Ekkert getur sannað annað.
Ekkert getur kennt eða sýnt fram á neitt,
Ekkert um hvað leyfist og hvað er bannað.

Ferðin…

Ég á afskekktan stað,
skítugann og illa lyktandi,
klæði mig í níþröngar buxur,
tek upp svipuna,
sest á tryllitækið…
…og legg svo af stað í 3 daga hestaferðalagið með ömmu…