Blóðfljót í Himnaríki

…þú reynir á þolinmæði mína og blindar alla tárum
…hversu marga þarftu að drepa til að fullnægja þörf þinni?
…milljón? milljarð? hversu margir alsettir sárum?
…fjandinn hirðir upp líkin meðan þú brosir kátur
…úr himnum heyrist hinn kaldi hrokahlátur
…á jörðu niðri gellur við hlýr og fagur grátur
…sem fyllir fjandans eyrun mín sem þú skópst!!!

…þú horfir niður og blakar þínum vendi reiður
…þú hýðir alla þá er þrá og lemur alla þá er lifa
…fyllir huga minn samvisku svo ég verði leiður
…og sýnir mér allt það sem kann að freista mín
…leggur fyrir fætur mér hina fögru draumasýn
…en ef ég snerti þá helvíti neðar mér gýn
…þar er sálirnar gista sem þú áður tókst!!!

…hallir hrynja og ungbörn veina
…líkin stynja milli stórra steina
…refsaðu þeim er þinn boðskap rjúfa
…hýddu þá með vendinum hrjúfa
…sem áður þinn sonur þoldi höggin frá
…mönnum þeim er hötuðu þig þá!!!

…hvers vegna er þér sama þó mér svíði?
…allir eru að deyja en þú gerir aldrei neitt
…mundu að fólkið þitt er að særast í stríði
…mundu það guð að blóðið lekur í hring
…kringum mig er ég bænir mínar syng
…á hnjánum á kirkjugólfi og tárin allt í kring
…og María Mey liggur brotin og spjölluð!!!

…svo ég græt í hljóði til að yfirgnæfa öskur hinna
…bæn mín villist í gráum mengunarskýjum
…á leið sinni upp til himnanna þinna
…hlustaðu á barnanna vein og blóðstraumsins hljóð
…vatn varð að vínum í höndum þínum góð
…en núna breytist vínið þitt í vínrautt blóð
…taktu skrattans vínið þitt og drekktu!!!

…krossinn sem þú barst á baki brotnu
…þú hvíldir látinn á rúmi rotnu
…til þess eins að við findum frið
…til þess eins að við fengum grið
…svo skríddu niður frá þessi krossi
…finndu frið í þessum blóðfossi
…allar sálir deyja í heimi þínum
…þú sérð bara dauða fyrir sýnum
…mundu það að þú fórst í skyndi
…nú er allt dautt og ekkert í lyndi
…komdu aftur guð minn góður
…og hjálpaðu oss við okkar lífróður…

…því annars drukknum við í dýpi blóðsins fljóta
…komdu aftur og ríktu í heiminum ljóta…
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.