Nokkur ný ljóð eftir mig, njótið.
—-
Untitled

Tárin renna,
Eins og rigning
Eftir margra mánaða þurrk,
Eins og sól
Þegar tunglið er á lofti,
Eins og ský
Á heiðskýrum himni,
Eins og ég
Dregin út úr skel minni.

———-

Er hann til?

Það eina sem ég
Bið um í bænum mínum
Er friður á jörð,
Ekkert hungur,
Engin illska.
En Guð virðist ekki
Hlusta á mig,
Hann virðist ekki
Svara mér,
Hann rökræðir ekki mínar bænir.

Er Guð til?
Eða er hann bara ofmetinn?
Eða er hann kannski eins og þú og ég
-Máttlaus á gjörðum annarra?

——–

Viðbúið

Þræddu nál með tvinna
Saumaðu búta hjarta míns saman,
Þannig að næst þegar þú hefur í hyggju á að brjóta það,
Þá er það tilbúið, viðbúið fallinu á botninn.

——–
Að eilífu

Sérðu það sem ég sé?
Nei, þú gerir það ei,
Þú sérð ekki vannærð börnin,
Saklaus fórnarlömb stríða,
Liggjandi í fjöldgröfum,
Þar sem eitt sinn var skóli,
Fullur af broshýrum börnum,
Sátu úti í hitanum
Og gæddu sér á rauðum eplum.
Nei, þú sérð ei það sem ég sé.
Þú sérð aðeins þig sjálfan.
Ég sé myrk verk mannanna,
Illu augu gjarðir þeirra.
Ég sé augu fórnarlambanna,
Tárvot,
Hrædd,
En þau hræðast ei dauðann,
Heldur hræðast þau komandi framtíð,
Fyrir önnur börn eins og þau.
Þau hafa sætt sig við hlutskipti sín,
Þar sem illir menn klæddir hermannabúningum
Halda vopnum að andlitum þeirra,
Bjóða þeim ekki að biðja eina bæn,
Áður en litlu augun lokast,
-að eilífu.

-kristjana