Allar Hugmyndir mínar renna út í bláinn
ásamt fuglunum og fiskunum. Þær fljúgja
hátt og synda lágt. Þangað ti þær snúa
við. Og koma til mín seint um nótt, ég sem ætlaði að sofa.

Draumar minir eru matraðir og martraðir minar eru orðnar af hinum yndislegum draumum.
Ég ræð ekki við þetta.
Tilfinningar mínar ákveða að fara í tívóli
þær klessa hvort annað og hoppa upp og niður.
Það er aldrei neinn friður.

Síðan kemur myrkrið og ég er ennþá vakandi, sofandi?
Hvað er það? Hef ekki sofið í marga daga.
Augnlokin vilja ekki lokast, líkami minn er lifandi.
Fljúgandi? Neihh en herbergið mitt er svífandi, kannsk einhver andi? það væri nú vonandi.

Heilinn á mér er á yfirvinnukaupi, hann ætlar ekki að hætta að hugsa. Hann er eins og buisness kall sem vinnur alltaf seint um nætur, ætlar ekki að hætta.

Hjartað á mér er eins og ofvirkur trommuleikari
sem vill ekki hætta að tromma. Heldur tekur bara eitthvað
örvandi og heldur áfram.

Nóttinn er löng í lífi mínu.

(Afskaplega óhefbundið ljóð hjá mér, en þetta er með það persónulegasta sem ég hef gert, ég upplifði svona andvöku nótt nýlega og það er ekki gaman.)
————————————————