…ég hef skrifað svo margt - hugsað svo margt að undanförnu
…því hugur minn æpir á svör - hann æpir á niðurstöður lífs míns
…þokan í sálu minni rofnar - myrkrið dofnar
…en um leið kemur svo margt annað í ljós…

…ég hef verið villtur í myrkrinu svo lengi - leitað leiða
…hef stigið fæti niður á mörgum stöðum - reyni alla útganga
…rökkrið hefur villt mér sýn - hef troðið marga saklausa niður
…en nú sé ég blóðið neðan á fótum mínum…

…með augum mínum sá ykkur svíkja mig
…en augu mín gátu ekki séð
…með eyrum mínum heyrði ég ykkur baktala mig
…en eyru mín gátu ekki heyrt…

…blindur hef ég horft inn í þokuna
…heyrnarlaus hef ég hlustað mig áfram
…fótalaus hef ég hlaupið um sléttur
…handalaus klifrað upp kletta…

…en nú sé ég hvar ég niður hef stigið
…margar sálir hef ég troðið
…hef hrapað niður snarbrattan klettinn
…og lenti á þeim sem ég unni…



…en þokan er horfin
…og bjartur himinninn brosir
…ég reisi alla þá við sem ég særði
…og bý um sár þeirra með ástúð
…en ég gleymi viljandi einum…



…mörgum árum seinna stendur minnisvarðinn enn
…minningin hefur horfið og áfram niður lífið ég renn
…ég kem alltaf aftur á staðinn þar sem ég fann mig
…og ég legg alltaf stein, á minnisvarðann um þig…

…því þó ég vil þegja
…þó ég þykist gleyma
…ég vil ekkert segja
…en þá læt ég mig dreyma…

…um þá persónu sem ég gleymdi að reisa við…


-Pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.