(Ég vil taka fram að ég hef einstaklega mikin áhuga á þessu málefni og ég ætla rétt svo að vona að enginn gagnrýni málefnið sjálft, þó ljóðið sé ummdeilanlegt)


Bak við blæjuna.
(líf 3ggja ungru stúlkna í 3 islam löndum)

1. hluti
Sultana Saudi Arabíu

góðan daginn, ég heiti Sultana,
ég er prinsessa í Arabíu.
þrátt fyrir ríkidæmi mitt,
hef ég engin réttindi.

andlit mitt og sál hulin blæju,
hulu, svo aðrir megi ekki sjá,
sjá líf mitt í augum mínum,
sem hulin eru neti.

eitt sinn var ég barn,
ósköp saklaust barn,
og ég sá veröldina
án nokkurrar fyrirstöðu.

nú er allt hulið svörtu neti,
neti sem byrgir mér sýn,
ég sé ekki sólina skína svo skært,
og ekki tunglið þegar það er fullt.

ég hef engann rétt,
enga skoðun,
samt er ég ríkari
en þú getur ímyndað þér.

mér er stjórnað af karlmönnum,
ég á að lúta karlmönnum,
en ég mun aldrei gefast upp,
einn daginn munu þeir skilja.

ég á skartgripi með demöntum,
rúbína og gull.
ég á risastóra höll,
en ég er ekki frjáls.

ég er þræll
bara skeppna,
menn eiga að vera
hátt yfir mér.

2.hluti Nadia (íran)

gakktu í kufli!
og ekki láta sjást,
ögn af þinni blygðun,
ef þú ferð út úr húsi.

augun meiga sjást,
en ekki meira!
svart skal það þig hylja
alls staðar!

þú ert bara kona,
ekki meira en það,
vesæl lítil vera,
og svoddan aumingi.

lúta skaltu höfði,
fyrir karlmönnum,
og ekki dirfast að tala,
nema á þig sé yrt.

þú ert minn þjónn,
alltaf og ávalt,
ég er eiginmaður þinn,
og hef verið frá 12 ára aldri.

hlýða skaltu kvennstift!
þú ert mín eign,
ég sker þig á háls ef ég vil,
ekki verður mér refsað.

hættu að grenja!
sættu þig við
þesi örlög
sem þér voru sköpuð.

ég skal ekki hlýða,
ekki hneigja mitt höfuð,
ég er sterk, ég er kona.
ég mun lifa af!

3.hluti. Zana (Afganistan)

elsku dagbók:
það á að drepa mig í dag,
ég fel þig seinna,
það veit enginn að ég kann að skrifa.

ég er víst hóra,
og hef ekkert val,
á fótboltavöllin skal stefna,
böðullinn bíður mín.

ég gerði eitthvað af mér,
ég veit ekki alveg hvað,
en eitt veit ég,
að það er eitthvað að.

ég má ekki skrifa,
ég má ekki lesa,
ég má ekki hjóla
eða vinna fyrir mér.

ég má ekki mála mig,
eða setja á mig naglalakk,
ég má ekki læra,
né hlusta á tónlist.

ég má ekki keyra bíl,
ég má ekki kjósa,
ég á ekki að tala,
ég má ekki sjá.

Líkaminn hulinn klæðum,
ekkert sést, nema hendur,
en það sást óvar í úlnlið minn,
og því verð ég grýtt í dag.

bless kæra dagbók,
vonandi les þig einhver seinna,
einhver sem skilur,
þegar þeir loksins skilja
að við erum líka til og erum mannverur eins og þeir, ekki bara þrælar.

vonandi hefur einhver nennt að lesa þetta allt því svona er ástandið víðsvegar um heiminn. og enginn gerir neitt! þetta er aðeins brot af því sem konur þurfa að þola í ríkjum íslams.
cecilie darlin