Þetta ljóð samdi ég einhverntíman í fyrra í hálfgerðu bræðiskasti, fullt af heift og ljótum orðum, og orku, neikvæðri orku. Læt ég það flakka hér.

Sem heillaður
á eigin hatri mínu á heiminum
hamslausri heift
heitri heift
sem brýst um í mér
og molar vitund mína mélinu smærra
brennir í vítislogum
þetta líf og þessa smáðu veröld
sem ásælist mig
klórar til mín
og rífur af mér fötin
og andlitið
sem afmyndast af rauðglóandi reiði
öskrar á mig og hrækir
Dey þú sem verður fyrir mér
brenn í víti þúsund sinnum
vertu að engu undir skósólum mínum
er ég traðka þig til ólífis
og skil við þig drukknandi í forinni.
Farðu heimur sjálfur til helvítis!!
—–