Ég var:
bara dropi í þínu endalausa hafi
eitt lítið ský í himni þínum
eitt pinkulítið snjókorn
eitt orð í orðaforða þínum
eitt gramm af þyngd þinni
eitt ár af þúsundum
eitt lag úr lagalista þínum
ein af hjörðinni
eitt augnablik af ævi þinni
hljóðfæri sem þú spilaðir illa á
enginn hluti af þinni ást
ekki verður aðdáunar þinna
Ég finn til, þess vegna er ég