—Sonur sæll…—

…það er svo margt sem liggur óklárað á milli okkar sonur
…allar þær skýjahallir sem við ætluðum að reisa
…timbrið liggur fúið á jörðunni og grotnar niður…

…það er svo ansi margt sem ég hugsa um þegar ég sofna
…allar þær stundir sem við áttum saman í gleði og friði
…gleðin liggur nú yfirgefin í herbergi þínu og grætur…

…rúmið liggur tómt og autt
…grasið sölnar gult og rautt
…í lífi okkar skríður inn hið kalda haust
…ég held þá leið er þú sonur minn kaust…

…skólabækur í skúffu liggja og safna ryki um ókomin ár
…lampinn varpar enn daufri skímu á borðið þitt
…á alla þá hluti sem þú skildir eftir…

…hlíðin sem við gengum saman virðist ei vera svo græn
…blátt vatnið sem við stóðum við litast núna grátt
…því skýin þar sem þú hvílir
…varpa skugga sínum um allt…

…húsið hljóðnar og allt er farið
…sárið grær smátt blátt og marið
…en þú kemur aldrei aftur niður
…og aldrei aftur sé ég þig hlæja
…því himnarnir eru svo langt í burtu…

…við stöndum yfirgefin á grasinu yfir gröfinni þinni
…regnið rennur niður brotinn hjartalaga legsteininn
…líkt og blóðið sem rann um æðar þínar…

…hlýtt
…sýkt
…sorgmætt
…og líflaust

…faðir til sonar
…vissa til vonar
…vagga til lífs
…sorg til hnífs
…blóðið rennur enn
…hættir það senn???

…þú aldrei hverfur mér úr minni
…sonur kær einn veikur á sinni
…ég bið til guðs að taka við þér
…og hugga alla sem elska þig hér…

…sonur góður dáinn fyrir aldur fram
…tók sitt líf og skildi við okkur
…einn sit ég eftir og skil ei neitt
…og fæ ei lengur neinu breytt…

…engin orð
…hann mig ei kvaddi
…engin ást
…frá þeim er mig gladdi
…enginn hlátur lengur
…aðeins tvítugur drengur…


-Pardus…

P.S… í svörum við síðasta ljóði mínu “Með kveðju til allra á jörð… bless” tók ég eftir því að skiptar skoðanir voru um réttmæti sjálfsmorða… þess vegna væri gott að fá skoðanir ykkar hérna… hvað finnst ykkur??? Finnst ykkur þetta eigingjarnt eða ekki??? Þetta er ekki upplífgandi umræðuefni, en engu að síður nauðsynlegt að vita þetta…
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.