Rauðeygða drottningin starir á mig
ég sé ekki augnaráð hennar
en það liggur eitthvað í loftinu

Ég sé dúkahnífinn í hendi hennar
hún reynir að sneiða niður sál mína

Í hringiðu þessa ástar-haturssambands stígur hún dans

Hún breytist í glóandi eldhnött
og kveikir í hjarta mínu

Ég hryn inní mig
og ekkert verður eftir
nema öskur míns innra barns
(Björgunarmennirnir fundu brúðuna hennar í rykinu)

Afhverju? spurði einhver rauðeygðu drottninguna

Hann potaði í kökuna mína,
og það var líka eitthvað við hann sem pirraði mig
sagði hún og hljóp í felur.