1.Kafli
Landið rís stolt
strý sem og steypiregn
næðir um hóla og holt
heimurinn landsins megn.

Eymenn og andskotans fjöll
spúa eldi og gjósa
friðin og fjarlægðin öll
land sem fífldjarfir kjósa.

Sumarið stutt og sand
senn geri útlagar betur
Enginn á þetta land
engum hlýðir vor vetur

2.kafli
Spilling við spúandi fjöll
spámenn hér engu ráða
Ríkistjórn Íslandsins öll
ætti að ganga til náða.

Eirið engum þið
auðjöfrar landsins bláa
nú Danmörku eigum við
við einmanna eylendið smáa

Svo kaupum við kónginn
og kyrrsetjum hann
hann fær að híma
í hrauni sem rann
og ljóstýra lífs hans
lá í torfbæ sem brann




3.kafli
Húsgangur á heiðabóli
hokrið er svo satt
ómaginn hann Lúfu-Óli
drepst ekki nógu hratt

Greyið íslenska þjóðin
greyin, guðlausu hræ.
Ætti að kasta þeim öllum í sjóinn
eða fara á næsta bæ?

Þessir hreppsómaga hnokkar
þessi hræddu litlu grey
yfirdrátturinn lokkar
því enginn segir nei.

Tómir reikandi týndir
tilbiðja eigin sál
sorgmæddir siða-blindir
og segja:Þett er okkar mál.
Skíma sem skuggamyndir
og skilj´ekki heimsins prjál.