Í hlýjum sumarvindi
í doppóttum sumarkjól
hlaupum við berfætt á ströndinni.

Á hráslagalegum haustdegi
með ílát og húfur
týnum við bláber á heiðinni.

Á köldum vetrardegi
undir hlýrri sæng
hvíslum við ástarorð í eyru hvors annars.

Á björtum vordegi
dimmir snöggt.
Við verðum fortíðin.

Þú verður minning ein.