Anna Lísa horfir á myrkrið í skotinu,
þar búa skrímsli, og ófreskjur,
þau geyma leyndarmálin hennar,
þar eru þau örugg,
og enginn má sjá þau.

samt láta þau hana ekki vera,
þau leita á hana
eins og flugur að skít,
hún getur ekki flúið leyndarmálin,
þau ásækja hana stöðugt.

Anna Lísa getur ekki sofnað,
hún situr á rúminu og grætur,
hljóðlega og sárt,
þá kemur mamma, góða góða mamma,
og spyr hvað sé að.

Anna Lísa heldur áfram að gráta,
og góða góða mama skilur ekki neitt,
og þá kemur pabbi, vondi pabbi,
og lætur eins og mamma,
hvað er að Anna Lísa akkuru græturu?

Anna Lísa hættir ekki að gráta,
voðalega er allt sárt núna,
og vondi vondi pabbi fer út.
og góða góða mamma fer líka,
Anna Lísa grætur áfram.

nú er komin nótt,
og nú er vondi vondi pabbi kominn,
hann er reiður út í Önnu Lísu.
Mamma á ekki að vita hvað gerist í skjóli nætur.
Anna Lísa öskrar á góðu góðu mömmu.

Anna Lísa grætur ekki meira,
vondi vondi pabbi varð of reiður,
og nú er Anna Lísa dáin og grafin,
horfin í burtu frá vonda vonda pabba.

Góða góða mamma grætur núna,
aldrei datt henni þetta í hug,
hún hefði átt að vita betur,
nú er vondi vondi pabbi giftur aftur,
og á aðra litla Önnu Lísu.

Þó það sé ekki þannig í bíó,
þá vinnur góði kallinn alltaf,
en í þessarri veröld sem við búum í,
eru það þeir sterku sem komast af
og þeir veiku sem visna og deyja.

við lifum í brengluðu samfélagi,
og grimmdin ríkir,
þessi svokallaði guð gerir ekki neitt,
og Anna Lísa er farin,
Kannski hefur hún það gott núna,
í öðrum heimi, þar sem friður ríkir.
en vonda vonda pabba er sama,
nú er komin ný Anna Lísa og það er bara það.
cecilie darlin