…pardusinn sleikir yfir blóðugan feld sinn
…hrafnarnir kroppa í gömul sárin og mynda ný
…hann skríður í átt að trénu til að komast í skugga
…undan brennandi sólinni sem þurrkar upp sléttuna…

…hann minnist allra dýranna sem hann hefur drepið
…og hann horfir á eitt sárið á síðunni sinni
…sem var verk aðeins eins tvífætts dýrs…

…sárið grær á nokkrum vikum en hann finnur ennþá til
…haltrar ávalt í átt að dýrunum er hann finnur til svengdar
…en hann nær varla að slá til þess veikasta…

…horaður mjakast hann í átt að vatninu og skoðar spegilmynd sína
…bregður við er hann þekkir ekki sitt granna andlit
…og grætur söltum og dökkum tárum ofan í tjörnina…

…pardusinn snýr sér undan og leitar upp á næsta bjarg
…horfir yfir dýrin öll sem skelfdust hann en hlæja nú
…vígtennur hans eru bitlausar og skemmdar
…og feldurinn grár og slitinn…

…vindurinn gnauðar hérna uppi
…frelsi undan einelti hinna
…með bros á andliti starir hann
…og finnur virðingu sína fyrir sjálfum sér…

…hann hatast við alla en hann elskar sjálfan sig
…hann minnist alls þess slæma en hann er góður sjálfur
…einmana og hataður af öllum…

…síðasta skrefið er tekið og steinarnir rúlla undan fótum
…dökkur feldurinn rennur niður hlíðina og lendir á grjóti
…blá augun í svörtu andliti lokast sælulega
…tár renna í hvörmunum
…en bros er á munnviki.

…pardusinn er aðeins enn eitt kattardýrið…
…pardusinn er dauður og öllum er sama…
…og hann er sjálfum sér glaður…
…hann finnur brátt frið…
…undan öllum…
…og sér…


—pardusinn—
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.