Að þú rífir mig í sundur

Opnir mig upp á gátt

Berstrípir mig inn að kjarna

og snertir hann með þínum

Svo að við getum ekki logið

Að við sjáum inn í hvort annað

Skiljumst að í áfalli

en sameinumst í þránni

eftir einhvers konar sannleik