ég fæddist andvana
dó áður en ég sá,
ég´sá ekki sólina
skína svo skært,
yfir höfði mér.

ég sá ekki móður mína,
taka brosandi á móti mér.
heldur sá ég hana gráta,
þegar litla sálin mín flaug burt,
í sæluna sem beið mín.

ég sá ekki föður minn,
hlæja yfir smáum höndum mínum,
heldur sá ég hann gráta,
söltum, stórum tárum
við jarðaförina mína.

ekki gráta mamma og pabbi!
gerið það, hættið núna,
það er svo sárt að sjá ykkar tár
renna meðfram kinnum ykkar,
þið eignist fleiri börn.

ég horfi á ykkur frá himnaríki,
með litla englavængi á bakinu,
nú eru liðin þrjú ár,
og annað barn komið í minn stað,
en þið gleymið mér ekki.
aldrei. ég verð alltaf hjá ykkur og vernda ykkur.

ég fæddist andvana,
dó áður en ég sá,
ég sá ekki sólina
skína svo skært,
yfir höfði mér.
cecilie darlin