Hérna er eitt sem er gjörólíkt því sem ég sendi síðast :) Meira til gamans gert, en þó fylgir flestu gamni einhver alvara….
_____________
Kjánakvæði

Segjandi eitt en meinandi annað
Elur sér fíflið, sjálfumglatt
Lygi um eigið virði sannað
Yrði ekki verr, þótt hann segði satt

Skáldið horfir og höfuð hristir
hofmóðug dæsir með auga í pung
ekki vild'ún að æruna misstir
erkikjáninn, þótt byrðin sé þung

Henni er sama hvar landið liggur
liðug og frjáls hún ávallt er
engar ölmusur ungmærin þiggur
en böndin við fíflið klippir og sker
______

Þetta er ekki alveg klárað, ég á eftir að pússa það aðeins til, en þætti gaman að fá athugasemdir. Þetta er pínu flipp ;)

Kv. Lynx