Orð og rím
orð og stafir
sérhljóðar og stuðlar glaðir.
Höfuðstafir.

Tilfinning í gervi orða
ástríða og þjáning morða.
Sonnetttur, stökur
ljóð eða kvæði
kannski hvorugt
en aldrei bæði.

Að ríma, að skapa
að semja.
Að hrína, að tapa,
að emja.
Innrím og endarím
öllu er flaggað
en Jónasi og Tómasi
verður ei haggað.

Að skrifa með hjartans blóði
að merkja með vökva augans
það er lóðið,
það er ljóðið.