Þú veist ekki þína ævi
fyrr en öll er.
þú færð lokaaldur við þitt hæfi,
að hugsa sér!!!

Sumir lifa lengur
en aðrir alltof stutt
lífið eins og klukka gengur
okkur er úr lífi rutt.

En til hvers þá að fæðast
fyrir þá sem ei ætlað er líf
og fá ei lífsgæðum að glæðast
já, nú er ég hugsi og alveg stíf.

ég vorkenni þeim sem missa sína nánustu ættingja og ímynda mér: “Hvað ef ég væri í þeirra sporum?” Gæti ég afborið að halda lífinu áfram?“
En svo læra þessir sorgmæddu að halda lífinu áfram án þeirra sem saknað er, þó þeir gleymi þeim ekki….hvernig væri ég í þeirra sporum? Yrði ég sterkari fyrir vikið?
Ég hef farið í eina jarðarför á ævinni…jarðarför afa míns og þegar ég vissi að hann væri að fara að deyja þá hugsaði ég: ”Hvernig verður svo lífið án afa míns? Nú verður hann “Ekki til lengur í heiminum…nema hann er hluti af mér og ég þykist finna fyrir honum nálægt mér.
Hvað myndi ég gráta í mörg ár ef ég missti foreldri? Alla ævi, er ég viss um!!!
Maður hugsar:”Þetta kemur ekki fyrir mig, ég er í stórri hamingjusamri fjölskyldu og allir eru saman að eilífu".