Litlir líkamar ungra barna á þessu svæði
liggja líkt og nýfallin strá á sandi
með blettina óþvegna og blóðug klæði
bærist ei sál í þessu hertekna landi.

Með tárin í gluggunum stara húsin á strætin
staurblindir ljósastaurar lýsa ei meir
ryðgaðir bílarnir rifja upp skerandi lætin
ringluð trén eru hoggin niður í leir.

Á tímum sem þessum er gott að minnast eins
í skugganum leynist enn nýborin von
því þó vörn gegn hernum virðist ei til neins
þá getur Móðir Náttúra af sér nýjan son.

Hann mun berjast mót illum öflum með sverði
maðurinn þessi kann að lífga frelsið við
hann mun vernda okkur öll og standa á verði
vegna hans mun á friðnum ei vera bið.


-Pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.