maður segir svo dót
sem manni finnst ekki sjálfum

maður hugsar svo dót
sem samræmist ekki inn á við

maður gerir svo dót
sem nýtist hvorki né skilst

og þú reynir aftur.
hægri mætir vinstri
og úr verður miðja
(í miðjunni eru nýjar áttir)

en vesenið er kalt
og áttirnar fleiri

því vesenið er kalt
og ullin þín er engin

vesenið er kalt
fyrir flakkandi sauð

en maður getur
alltaf treyst á árstíðirnar
þær snúast í hring
en höfuðið hraðar

stjórnborðið er bilað
það loga engin ljós

því stjórnborðið er bilað
og bókin er týnd

vökvinn er búinn og
snúran er slitin og
manni finnst erfitt að hitta á takkana
ef þeir eru of þykkir puttarnir

[ jæja ... klisjukennt angstljóð dauðans :) ... vesgú ]
-k-