Ég bjóst aldrei við því
að verða svo heppin
og fá að njóta þín.

En eins og allt annað
í mínu lífi
hvarfstu. Var það ég?

Trúnaðarstundir
og hlátur.
Skipta þær engu máli?

Var þetta bara gaman
fyrir mér?

Eða leynist ennþá losti
líka hjá þér?

Eina stund enn. Bið ekki
um meira

en eina stund

enn.