Ég hef alltaf hugsað of mikið um liðna atburði
Gamanið í hamingjunni hefur týnt sér í ógleði…
.
En hversu mikið sem ég hugsa, syrgi, bið og græt
Ráfa um í myrkri… þá er það ekki til neins…
.
Kaldur veruleikinn er ósýnilegur í augum hamingjusamra manna
Og ég veit að ég er gáfaðri en þeir flestallir
Með snobbsvip og þunglyndisglott á andliti fíla ég mig í tætlur
Inni í sjálfum mér leynist engin þrá til að bæta þetta ástand
Niðamyrkrið í sálu minni blindar þó ekki mína sýn líkt og ljósið
Núna átta ég mig á því að ég er orðinn frjáls…
.
Yrðlingur sem hleypur um grasið til að elta uppi ímyndaða fugla
Fer hratt yfir og brosir líkt og opinn gómurinn á svöngum úlfi
Inni í mér skynja ég ennþá frelsið og tómleikann en ég
Ræð þó hver það er sem fyllir það upp… plássið er fyrir mig núna
.
Þó grasið visni, fjöllin hrynji, loftið eitrist, pólarnir bráðni
Illskan aukist, stríðum fjölgi, morðingjar ríki og hljóðin þagni
Get ég með mestu vissu sagt þér að það breytir mig engu núna
,
Hef ég lifað margt
Unnað hef ég mörgum
Líkað við marga
Dansað minn lífsdans
Annarlegar sorgartilfinningar eru bara til að draga mig niður…
!
!
!

-Pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.