Samviskusemi er góð.
Metnaður er góður.
Jafnvel dyggðir?

Af hverju sef ég þá svona illa?

Ég hlýt lof og hrós, innantóm orð, fyrir metnaðarfullt verk,
en það kostaði mig tveggja tíma órólegan svefn hverja nótt og svitaköst.

Ég brotnaði meira að segja niður og grét.
Ég græt aldrei,
því ég er sterk.

Svefnlausar nætur, tár og mikið kaffi.

Skólinn.
Ég vélritaði 15 blaðsíður og fékk tölu í staðinn.
Fékk tölu í staðinn fyrir andvöku nætur, ferhyrningslaga augu sem svíða og öran hjartslátt.
Talan var ekki einu sinni há.
Milljón er ekki há fyrir Jóhannes.

Hvað gefa tölurnar okkur?

Þú og ég ættum ekki að hugsa um tölur og hve mörg núll við eigum fyrir aftan þær.
Hugsum frekar hvað við getum gert fyrir hvort annað og þann sem á bara eitt núll.

Sérðu norðurljósin?

Vindurinn breyttist í austanátt.

Nei sko!
Vorlaukarnir eru farnir að gægjast upp úr frosinni jörðinni.

- óskabarn
Heimurinn er eins og stór bók. Þeir sem aldrei ferðast að heiman lesa aðeins fyrstu síðuna.