Að sjá fyrir sér sjáöldur augna þinna þegar þú
lýgur að mér, það er ein af mínum sérgreinum.
Þegar þú loks getur horft á mig brosa þá fer
ég frá þér. Í eðli mínu er ég sorgmædd og vil
sjaldan spila á spil en þesss í stað skal ég með
glöðu geði syngja. Þegar þreytan sest að í
augunum og þau vilja lokast þá er um að gera að
fylgjast grannt með rigningunni. Í hverra manna
landi þekkja fjöllin mig með nafni? Hvar er
það sem hafið vill í sífellu segja mér sögur sínar,
nú ekki er það hér heldur í allt annari átt.
Eitthvað sem virðist í sífellu framhjá mér fara.
Hvað get ég svo sem gert annað en að gleyma þessu
bara og fagna ástleysi ungmenna fjarri mér.
Í minni verstu vanlíðan mun ég ekki skynja þig
og ég veit ekki hvort þú gerir þér grein fyrir því.
Hvor ég ætli að drekkja mér af ásettu ráði.
Ég gæti jafnvel verið að forðast þig. Þú spyrð
mig í sífellu hvort að allt sé ekki með felldu.
En ég veit fyrir víst að tómið gleypir mig á endanum.