Pardusinn sem semur djöflaljóð
Á sér hinu mjúku hliðar
Því af hverju að rita bara um blóð
Á tímum ástar og friðar?

Ég samdi þetta ljóð einu sinni þegar ég var ástfanginn af einni stelpu… það er væmið… ég veit það, “but love makes you do strange things, right??… :þ”


-Fagur Ljótleiki-

Ólukkunnar pamfíll í heimi horfinnar þrár
heitfengnar fjaðrir sálna okkar sölna
ritandi blóðug orð á blað um okkar sár
blómin litrík falla niður og litirnir fölna.

Gráminn kúrir hjá okkur og kæfir allt
kuldinn í höfði mínu frystir alla löngun mína
því af hverju að rækta mig ef loftið er kalt
kraumandi þráin horfin, sólin er hætt að skína.

En á hæð einni hátt yfir deyjandi sálum
horfir þú niður og lífgar mig við fljótt
þú ert eini liturinn í veröld á nálum
og það eina fagra þar sem allt er ljótt.

-Pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.