Ef væri ég hjá þér þitt hold mundi kyssa
þig faðma og elska og lifa með þér.
Ég allt mundi gera, ég vil þig ei missa
María, ástin mín farð’ei frá mér.

Ég minnist þess gjarnan er vorum við saman
við hlógum og grétum og elskuðumst ótt
Við héldumst í hendur og það var svo gaman
en allt tekur enda, það lærðist mér fljótt.

Nú sit ég við sæinn og hugsa um árin
sem átt hefði með þér ef værir þú enn .
Það grær ósköp hægt, efað nokk fyrir sárin
Kvídd’ekki ástin, við sjáumst þó senn.