Hvernig get ég litið framhjá öllu?
Litið framhjá öllu þangað til mér verður illt.
Illt í augnkrókunum og illt í augnlokunum.
Illt í augnhárunum.
Illt í tárunum sem eru ónýt.
Ég hélt við myndum leiðast,
þangað til okkur myndi leiðast.
Ég hélt að við myndum skemmta okkur,
þangað til hláturtaugarnar yrðu skemmdar.

Ég vildi að þeir hefðu rétt fyrir sér.
Og ástin væri blind.
Því þá væri mér ekki jafn illt í augunum.

En nú skjótum við andlegum örum með regnbogum,
Og mér finnst þau öll miða á augun á mér.

Ef ástin væri nú bara blind.

_____________________________________
-Höfundur Darri Rafn Hólmarsson.

Takk fyrir,