Þau stóðu á klettabríkinni,
tvö börn á kulnuðum degi,
og horfðu á eftir sólinni
hverfa á bakvið fjöllin.

Yfir fagurbláan himininn
var svo skyndilega dregin óvissa
skreytt nokkrum litlum
blikandi vonarglætum.


Ofan í lófa stúlkunnar
féllu svo lítil tár,
og úr augum hennar óraði fyrir
ótta myrkurs, komandi nætur.

-

,,Gráttu ekki vinan mín,
minn ljósguli engill’’
- sagði drengurinn þá.

,,Við skulum heldur
láta birtuna í hjörtum okkar,
lýsa okkur veginn.’’

,,Lýsa okkur myrkvaðan veginn’’
- sagði hann svo lágt.

,,En á morgun, mun svo aftur rísa nýr og fagur dagur.’’

,,og þá mun sólin skína, og lýsa okkur veginn aftur á ný.’’

-

Svo héldust þau í hendur
og horfðu á eftir sólinni
hverfa á bakvið fjöllin.

og horfðu á myrkrið
koma andspænis þeim.

Bakvið grjótgráu fjöllin.

-hlinur.