Þú ert sjómaður á árabáti,
og langt ert þú frá landi.
Fleygir út netinu í átt til allra fiska,
og sest niður, engum degi ert þú að spilla.

Nú er bara að bíða og sjá,
ætli eitthver fiskur bíti á?
Nú streyma allir fiskar þér að,
og kemst þú fljótt í gott skap.

Einum fiski tekst að flækjast í neti þínu,
og bíður eftir tækifærinu sínu.
Nú er það þitt að ákveða,
ætlaru hann að eiga?
Eða bíða meira?

Kæri sjómaður,
ég er bundinn við þig sem léttur steinn.
Er hreinn og beinn,
mundu þú ert aldrei einn!


Sama hvað gengur á,
mun ég standa hlið þér hjá.
Mundu bara mín orð,
ég er þinn stóll og þitt borð.

Á stólnum hvílir þú þína þreyttu fætur,
á borðinu borðar þínar bætur.
Og steininum þú segir allt.
Fyrir allann þennan heiður segi ég TAKK.