Sit hér og sötra úr mínum síðasta bikar
drukknandi í hringiðju tilbúinnar sorgar
með dauðinn sitt merki á sál mína ritar
og mig festir í djúpi einmanna borgar

Þú sérð mig lífvana brosandi eftir ræsinu skríða
og fleygir ölmusu niður í sorann til mín
á meðan djöflar og andskotar eftir mér bíða
til að taka mig með í heimkynni sín

Og þegar aðrir sjá sól rísa og gylla himinninn töfrandi roða
ég gefst upp því ég veit að það er til einskins að heyja
vonlausa barráttu við svarthvítar vofur sem feigð mína boða
og ég skil að það er kominn tími til þess að deyja

Ég vildi mér bjarga og til betra afls skírast
fá að dreyma og um líf eða dauða að velja
en nú beinin mín í ómerktri gröf þurfa að hýrast
því ég átti ekki einu sinni sál til að selja